Velkomin(n) í persónuverndarstefnu Coca‑Cola fyrir neytendur

(„persónuverndarstefna“).   

The Coca‑Cola Company og hlutdeildarfélagar (kallast saman Coca‑Cola eða við) taka rétt þinn til persónuverndar alvarlega.  Við þökkum þér fyrir að treysta okkur fyrir persónugögnum og virðing við friðhelgi þína er aðalatriði í öllum samskiptum okkar við þig.

Meðhöndlun Coca‑Cola á persónugögnum fer fram með hliðsjón af þessum grundvallarreglum:

  • Gagnsæi

  • Virðing

  • Traust

  • Sanngirni

Gildistími: Júlí 7, 2023

Þessi persónuverndarstefna lýsir því hvaða persónugjögnum Coca‑Cola safnar frá eða um notendur vefsíðnanna, farsímaforrita (forrit), lausna og annarrar þjónustu á netinu eða utan netsins, sem Coca‑Cola starfrækir (kallast saman þjónusta) og hvernig við notum og verndum þessi persónugögn.  Þessi persónuverndarstefna útskýrir líka hvaða valkosti notendur hafa varðandi notkun á persónulegum gögnum þeirra.  

Þegar við tölum um persónugögn í þessari persónuverndarstefnu meinum við upplýsingar sem auðkenna eða er hægt að nota til að auðkenna einstakling.  Þetta þýðir að persónugögn geta verið bein auðkenni (til dæmis nafn) og óbein auðkenni (til dæmis auðkenni og IP-tölur tölvu eða farsíma).  Orðin þú eða notandi(ásamt öllum fallbeygingum) merkja einstakling sem notar einhverja af þjónustunni.  Orðið ábyrgðaraðilimerkir einstakling eða aðila sem ákveður hvaða persónugögnum er safnað frá eða um þig og hvernig þessi persónugögn eru notuð og vernduð.  

Söfnun okkar, notkun og verndun persónugagna er háð lögunum á þeim stöðum þar sem við störfum.  Þetta þýðir að starfshættir okkar geta verið ólíkir eftir stöðum.  Frekari upplýsingar má finna í hlutanum persónuverndarréttindi og valkostir, þar sem eru ítarlegri lýsingar á réttindum þínum og skyldum okkar í tilteknum lögsögum, og við hvern er hægt að hafa samband.  

EF ÞÚ ERT MEÐ SPURNINGAR UM HVERNIG COCA-COLA VINNUR ÚR PERSÓNUGÖGNUM ÞÍNUM SKALTU HAFA SAMBAND VIÐ PRIVACY@COCA-COLA.COM.

HVAÐ ER Í ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU?
Þessi persónuverndarstefna skiptist í eftirfarandi hluta:

1. HVENÆR GILDIR ÞESSI PERSÓNUVERNDARSTEFNA?

Þessi persónuverndarstefna var birt og gildir fyrir nýja notendur þann Júlí 7, 2023

Fyrri útgáfur af persónuverndarstefnum Coca‑Cola gilda til Júlí 7, 2023 + 10 dagar

og er hægt að fá aðgang að með því að senda beiðni til Privacy@coca-cola.com.

2. HVAR GILDIR ÞESSI PERSÓNUVERNDARSTEFNA?

Persónuverndarstefnan gildir um persónugögn sem er safnað frá notendum þjónustunnar þar sem persónuverndarstefnan er birt eða tengt á hana, þegar vísað er sérstaklega til persónuverndarstefnunnar í þjónustunni eða þegar Coca‑Cola biður þig um að staðfesta hana.   Persónuverndarstefnan nær einnig yfir persónugögn sem við söfnum frá neytendum sem hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst, síma og utan netsins, til dæmis á fundi í eigin persónu.  

Þessi persónuverndarstefna getur einnig gilt um persónugögn sem neytendur veita okkur þegar þeir eiga samskipti við okkur á samfélagsmiðlum.  Hafðu samband við okkur á Privacy@coca-cola.com ef þú vilt spyrja um hvort þessi persónuverndarstefna gildi um tiltekin persónugögn sem tengjast samfélagsmiðlum. 

Persónuverndarstefnan gildir ekki um vefsíður og aðra netþjónustu sem önnur fyrirtæki starfrækja.  Þessar aðrar vefsíður og þjónusta eru með eigin persónuverndarstefnu, ekki þessa persónuverndarstefnu.  Gættu þess að skoða þessar persónuverndarstefnur til að vita hvernig upplýsingarnar þínar eru meðhöndlaðar.

3. HVERS KONAR PERSÓNUGÖGNUM SAFNAR COCA-COLA OG HVERS VEGNA? 

a. Upplýsingar sem þú velur að gefa okkur

Við söfnum persónugögnum sem þú velur að deila með okkur.  

Persónugögnin sem þú velur að gefa okkur eru yfirleitt eftirfarandi gerðir persónugagna.  Farðu yfir það sem kemur hér á eftir til að fá að vita meira um þá flokka persónugagna sem Coca‑Cola safnar og hvers vegna þeim er safnað:

Samskipta- og reikningsupplýsingar
Coca‑Cola biður þig um fornafn og eftirnafn, netfang eða farsímanúmer og fæðingardag til að stofna reikning í þjónustunni.  Við getum einnig safnað notandanafni og aðgangsorði, aldri, heimilisfangi, opinberum skilríkjum og svipuðum samskiptaupplýsingum.

  • Til að viðhalda reikningi þínum á netinu ef þú velur að stofna reikning

  • Til að staðfesta auðkenni og hæfi fyrir tiltekna þjónustu

  • Til að sérsníða upplifun þína af þjónustunni

  • Til að veita aðgang að sérstöku efni, afsláttum og öðrum tækifærum

  • Til að stjórna happdrætti, keppni eða annarri kynningu eða vildarkerfi

  • Til að ljúka við kaup og afhenda vörur 

  • Til að senda upplýsingar sem við teljum að vekji áhuga þinn, sem eru stundum sérsniðnar út frá upplýsingunum sem tengjast reikningnum þínum

  • Til að biðja þig um álit, til dæmis í gegnum könnun um nýja vöru

  • Til að svara spurningum þínum og bjóða upp á þjónustu við viðskiptavini

  • Fyrir rannsóknir og nýsköpun

  • Þegar þú mætir á viðburð í eigin persónu, til dæmis viðburði sem Coca‑Cola styrkir eða skipuleggur, eða vörusmökkun

Efni frá notanda 
Coca‑Cola safnar færslum, ummælum, skoðunum, raddupptökum, myndum og myndböndum sem þú velur að senda inn í gegnum þjónustuna

  • Til að fylgjast með netsamfélögum 

  • Til að skrá og bregðast við ummælum þínum og skoðunum, til dæmis í könnunum, fyrirspurnum til þjónustu við viðskiptavini og í öðrum textareitum

  • Til að stjórna þátttöku þinni í kynningum sem þarfnast innsendingar efnis frá notanda

  • Til að safna myndum af notendum í tengslum við þátttöku í tilteknum kynningum eða annarri þjónustu

Upplýsingar sem tengjast reikningi eða samfélagsmiðli
Þegar þú tengist eða skráir þig inn í þjónustu í gegnum reikning á samfélagsmiðlum, t.d. Meta og Twitter, söfnum við persónugögnum sem samfélagsmiðillinn og reikningsheimildir þínar leyfa, t.d. prófílmynd, netfang, það sem þér líkar við og áhugasvið þín og vinir, fylgjendur eða svipaðir listar.

  • Til að sérsníða upplifun þína af þjónustunni

  • Til að svara ummælum og fyrirspurnum þínum sem birtast á samfélagsmiðlum og til að greina samskipti (til dæmis tíst eða færslur) með eða um Coca‑Cola til að skilja betur álit neytenda á Coca‑Cola

(ef þú ákveður seinna að þú viljir ekki gefa okkur upplýsingar frá reikningi þínum á samfélagsmiðlum skaltu breyta persónuverndarstillingunum á reikningi samfélagsmiðilsins).

Staðsetningargögn
Nákvæm staðsetning (GPS) þegar það er leyft í gegnum stýrikerfi farsíma

Áætluð staðsetning frá IP-tölu eða tengingu við WiFi, Bluetooth eða þráðlausa netþjónustu, sem er safnað sjálfkrafa þegar þú notar þjónustuna

  • Til að sérsníða upplifun þína af þjónustunni

  • Til að láta þig vita þegar vörur, kynningar eða viðburðir eru í boði nálægt þér eða leyfa öðrum notendum að sjá staðsetningu þína þegar þú velur að leyfa það

  • Til að senda viðeigandi auglýsingar út frá staðsetningu

Önnur persónugögn sem er deilt í gegnum þjónustuna

  • Til að stjórna netsamfélögum 

  • Til að stjórna kynningum og öðrum eiginleikum þjónustunnar sem gera þér kleift að deila persónugögnum þínum

  • Til að safna myndum af notendum í tengslum við þátttöku í tilteknum kynningum eða annarri þjónustu, t.d. snjallkælum Coca‑Cola

b.  Upplýsingar um notkun á forritum okkar

Þegar þú hleður niður og setur upp eitt af forritum okkar fara upplýsingarnar sem við söfnum eftir stýrikerfi farsímans og heimildum.  Forritin okkar þurfa að nota tiltekna eiginleika og gögn frá farsímanum þínum til að virka.  Til dæmis, ef þú vilt geta skipt hnökralaust frá vefnum yfir í forritið þurfum við að safna upplýsingum og tengja frá vafranum þínum. 

Til að fá að vita meira um upplýsingarnar sem forritið safnar skaltu skoða stillingarnar í tækinu þínu eða leyfisupplýsingarnar um heimildir frá vettvanginum (t.d. Google Play og App Store) þar sem þú fékkst forritið.  Í sumum forritum geturðu líka skoðað eða breytt stillingum þínum fyrir tiltekna gagnasöfnun í stillingum forritsins.  Ef þú breytir stillingum er ekki víst að sumir eiginleikar í forritinu virki rétt.  

Fjarlægðu forritið ef þú vilt láta stöðva alla upplýsingasöfnun í gegnum það. 

c. Upplýsingar sem er safnað sjálfkrafa við notkun á þjónustunni

Við söfnum sjálfkrafa tilteknum upplýsingum frá og um notkun á þjónustunni frá tölvum og farsímum notenda.  Sumar upplýsingar sem safnað er sjálfkrafa teljast sem persónugögn samkvæmt sumum lögum.  Þessum upplýsingum er safnað sjálfkrafa með því að nota vefkökur, pixla, vefvita og svipaða gagnasöfnunartækni (kallast saman gagnasöfnunartækni).   

Upplýsingarnar sem við söfnum sjálfkrafa eru meðal annars:

  • upplýsingar um tölvuna eða farsímann þinn, til dæmis tegund tækis og auðkennisnúmer, tegund vafra, netþjónusta, símakerfi og stýrikerfi

  • IP-tala og gróf landfræðileg staðsetning (t.d. land eða borg) 

  • hvernig tölva eða farsími á samskipti við þjónustuna, meðal annars dagsetning og tími aðgangs að þjónustunni, leitarfyrirspurnir og niðurstöður, músarsmellir og hreyfingar, á hvaða vefsíður er farið, á hvaða tengla er smellt og á hvaða myndbönd er horft 

  • mælingar fyrir umferð og notkun

  • gögn um síður eða þjónustu þriðju aðila sem farið er á áður en þjónustan er notuð, sem eru notuð til að gera auglýsingar meira viðeigandi fyrir notendur

  • notkun á markaðsefni frá okkur, til dæmis hvort og hvenær tölvupóstur frá Coca‑Cola er opnaður

d. Upplýsingar fengnar frá þriðju aðilum

Af og til fáum við persónugögn frá þriðju aðilum sem við notum til að læra meira um notendur okkar, sérsníða notandaupplifun og kynna betur og bæta þjónustuna.

Þau persónugögn sem við fáum frá þriðju aðilum eru:

  • Persónugögn sem tengjast kaupum.  Kaup með greiðslukortum eru unnin af greiðsluþjónustu þriðju aðila. Coca‑Cola hefur ekki aðgang að heilum bankareikningsnúmerum, kreditkortanúmerum eða debetkortanúmerum. 

  • Persónugögn sem eru aðgengileg frá markaðsþjónustum eða sem er safnað af samstarfsaðilum í gegnum auglýsingaherferðir og viðburði, sem eru notuð til að hjálpa við að auðkenna einstaklinga sem kunna að hafa áhuga á að fræðast meira um Coca‑Cola og til að bæta við þau persónugögn sem við erum þegar með undir höndum

  • Persónugögn sem við fáum frá þriðju aðila samstarfsaðilum í auglýsingaþjónustu sem hjálpa okkur að veita meira viðeigandi auglýsingar  

  • Persónugögn sem átöppunaraðilar deila með Coca‑Cola

  • Persónugögn sem eru aðgengileg opinberlega

  • Persónugögn frá löggæsluyfirvöldum og öðrum opinberum yfirvöldum (eingöngu í sjaldgæfum tilfellum)

Við kunnum að setja saman upplýsingar sem Coca‑Cola hefur um þig eða setja saman upplýsingar frá þriðju aðilum. Við krefjumst þess að allar þriðju aðila gagnaveitur staðfesti að deiling þeirra á persónugögnum með Coca‑Cola sé gegnsæ fyrir neytendur og lögmæt að öðru leyti.

e.  Aðrar upplýsingar sem er aflað með þínu samþykki

Við kunnum að biðja um samþykki þitt fyrir að safna tilteknum gerðum persónugagna til að þú getir tekið þátt í nýjum atburðum, fengið sérstakt efni eða prófað nýja eiginleika.  Samkvæmt sumum persónuverndarlögum er Coca‑Cola skylt að afla samþykkis áður en persónugögnum er safnað og þau notuð.  Sjá nánar í kafla 9.

4.  HVERNIG NOTAR COCA-COLA PERSÓNUGÖGN?

Coca‑Cola notar persónugögn til að bjóða upp á þjónustuna og bæta hana, reka starfsemi sína, vernda notendur og framfylgja lagalegum réttindum.  

Við notum persónugögn til að bjóða upp á, sérsníða og bæta þjónustuna (í hverju tilfelli eftir því sem gildandi lög leyfa), meðal annars til að:

  • búa til og uppfæra reikninga notenda og uppfylla beiðnir notenda 

  • miðstýra persónugögnum neytenda í gagnagrunni sem þriðji aðili stjórnar fyrir okkar hönd og bæta við upplýsingum sem er safnað frá þriðju aðilum

  • senda auglýsingar og annað efni til notenda 

  • til að greiða fyrir samskipti á milli notenda, til dæmis á netspjallborði

  • veita miðaðar auglýsingar (kallast stundum einnig sérsniðnar eða áhugamiðaðar auglýsingar) byggt á upplýsingum frá netvirkni notanda, til dæmis heimsóknir á vefsíður sem innihalda auglýsingar eða vefkökur frá samstarfsaðilum okkar, þar sem sumar þeirra byggja á staðsetningu.   

  • fræðast meira um notendur okkar til að geta mælt með efni sem við teljum að veki áhuga tiltekinna notenda

  • kynna og bjóða upp á vildarkerfi 

  • veita viðskiptavinum þjónustu 

  • greina hvernig notendur nota þjónustuna og þróun á virkni, svo að við getum búið til nýja eiginleika og efni sem uppfylla væntingar neytenda okkar 

  • bæta þjónustuna og upplifun notenda af henni

  • nota gagnagreiningu, rannsóknir, vöruþróun og vélrænt nám sem gerir okkur kleift að skilja neytendur betur og bjóða þeim upp á nýjungar 

  • fylgjast með og prófa þjónustuna, meðal annars til að komast hjá vandræðum í stýrikerfum

  • búa til nafnlaus gögn sem heyra ekki undir þessa persónuverndarstefnu, sem eru notuð til að bæta vörur og þjónustu Coca‑Cola og fyrir svipaðan viðskiptatilgang og eftir því sem samningar og lög leyfa 

  • greina og vernda gegn svikum, ofbeldisfullri og óleyfilegri notkun á þjónustunni

  • sjá um áhættustjórnun og svipaðan stjórnsýslulegan tilgang, til dæmis til að fylgjast með og framfylgja hlítni við notandasamninga og fylgja að öðru leyti lögum sem gilda fyrir Coca‑Cola 

5. NOTAR COCA-COLA VEFKÖKUR OG AÐRA GAGNASÖFNUNARTÆKNI?

Við notum vefkökur og aðra gagnasöfnunartækni til að þekkja þig og/eða tækin þín þegar þú notar þjónustuna og til að safna persónugögnum þínum.  

Sumar vefsíður sem eru hluti af þjónustunni eru með sérstakar tilkynningar um vefkökur og aðra gagnasöfnunartækni sem gilda fyrir tilteknar vefsíður og neytendur.  Ef þú ferð á Coca‑Cola vefsíðu sem er með tilkynningu um vefkökur gildir sú tilkynning vefsíðunnar um vefkökur.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru sendar til eða opnaðar frá vafranum þínum eða harða diski tölvunnar. Vefkaka inniheldur yfirleitt heiti lénsins (staðsetningu á netinu) þaðan sem vefkakan kom, „líftíma“ vefkökunnar (þ.e. hvenær hún rennur út) og handahófskennt einkvæmt númer eða svipað auðkenni. Vefkaka getur einnig innihaldið upplýsingar um tölvuna eða tækið, til dæmis stillingar, vafraferil og aðgerðir sem voru gerðar á meðan þjónustan var notuð.

Coca‑Cola notar líka „pixla“ (kallast stundum vefvitar). Pixlar eru gegnsæjar myndir sem geta safnað upplýsingum um opnanir á tölvupóstum og notkun á vefsíðum á milli vefsíðna og yfir ákveðinn tíma.

Vefkökur sem Coca‑Cola stillir í þjónustunni kallast vefkökur fyrsta aðila. Vefkökur sem aðrir aðilar stilla í þjónustunni kallast vefkökur þriðju aðila. Vefkökur þriðju aðila virkja eiginleika eða virkni þriðju aðila á eða í gegnum þjónustuna, til dæmis greiningu og sjálfvirkni í markaðssetningu. Aðilarnir sem stilla vefkökur þriðju aðila geta þekkt tækið þitt bæði þegar þú notar það til að fara í þjónustuna og þegar þú notar það til að fara á tilteknar aðrar vefsíður.  Nánari upplýsingar um vefkökur má finna á www.allaboutcookies.org

Sumir vafrar (meðal annars, Internet Explorer, Firefox og Chrome) hafa innfelldan eiginleika sem kallast „Do Not Track“ (ekki rekja) (DNT) eða svipaðan eiginleika sem lætur vefsíður vita að notandi vilji ekki láta rekja virkni og hegðun sína á netinu.  Ef vefsíða sem svarar ákveðnu DNT-merki fær DNT-merkið til sín lokar vafrinn á að vefsíðan safni tilteknum upplýsingum frá skyndiminni vafrans. Ekki allir vafrar bjóða upp á DNT og DNT-merki eru ekki enn samræmd. Af þessari ástæðu svara margir rekstraraðilar vefsíðna ekki DNT-merkjum, þar á meðal Coca‑Cola.

Hvers vegna notar Coca‑Cola vefkökur og aðra gagnasöfnunartækni?

Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að þjónustan virki. Aðrar vefkökur gera okkur kleift að rekja áhugasvið notenda fyrir miðaðar auglýsingar og til að bæta upplifun af þjónustunni.

Þær tegundir af vefkökum sem eru notaðar í þjónustunni og ástæða notkunar þeirra eru eins og hér segir:

  • Stranglega nauðsynlegar vefkökur eru nauðsynlegar til að þjónustan geti virkað.

  • Frammistöðu- eða greiningarkökur safna upplýsingum um hvernig þjónustan er notuð til að við getum greint og bætt þjónustuna. Frammistöðu- eða greiningarkökur eru yfirleitt áfram í tölvunni þinni eftir að þú lokar vafranum þar til að þú eyðir þeim.

  • Auglýsingakökur eru notaðar til að gera auglýsingar meira viðeigandi fyrir þig með því að hjálpa okkur að birta auglýsingar sem byggja á ályktuðum áhugasviðum þínum, koma í veg fyrir að sama auglýsing birtist of oft og tryggja að auglýsingar birtist rétt fyrir auglýsendur.

  • Vefkökur samfélagsmiðla gera notendum kleift að eiga auðveldari samskipti við samfélagsmiðla. Við stjórnum ekki vefkökum samfélagsmiðla og þeir leyfa okkur ekki að fá aðgang að reikningum þínum á samfélagsmiðlum án þíns leyfis. Skoðaðu persónuverndarstefnu viðkomandi samfélagsmiðils til að fá upplýsingar um hvaða vefkökur eru notaðar.  

Gagnasöfnunartækni gerir Coca‑Cola kleift að fylgjast með umferðarmynstrum á milli vefsíðna, að afhenda eða eiga samskipti við vefkökur, að skilja hvort notendur fari í þjónustuna eftir að hafa séð netauglýsingu frá okkur á vefsíðu þriðja aðila, að bæta frammistöðu þjónustunnar og að mæla árangur af markaðsherferðum í tölvupósti.  Vefkökustefnur Coca‑Cola (tiltækar í sumum lögsögum) lýsa notkun Coca‑Cola á gagnasöfnunartækni.  

Þegar gildandi lög leyfa notar þjónustan Google Analytics fyrir miðaðar auglýsingar (sem Google kallar stundum „endurmarkaðssetningu“).  Google notar vefkökur sem Google þekkir þegar neytendur fara á ýmsar vefsíður.  Gögnin sem vefkökur Google safna hjálpa Coca‑Cola að greina hvernig þjónustan er notuð og fyrir suma þjónustu og í einhverri lögsögu eru þau notuð til að sérsníða markaðsefni og stafrænar auglýsingar.

Þjónustan innfellir líka myndbönd frá YouTube (sem er Google fyrirtæki) með römmun.  Það þýðir að þegar ýtt er á hnappinn til að spila YouTube-myndband í gegnum þjónustuna kemst á samband á milli þjónustunnar og þjóna YouTube.  Síðan er HTML-tengill frá YouTube settur inn í kóðann hjá þjónustunni til að búa til spilunarramma. Myndbandið sem er vistað á þjónum YouTube er síðan spilað í spilunarrammanum í þjónustunni.  YouTube fær líka upplýsingar um að þú sért að nota þjónustuna: IP-tölu, vafraupplýsingar, stýrikerfið og stillingar tækisins sem þú notar, vefslóð vefsíðunnar sem þú ert á, vefsíður sem þú varst áður á ef þú notaðir tengil og myndböndin sem þú horfðir á.  Ef þú ert skráð(ur) inn á YouTube-reikninginn þinn geta upplýsingarnar verið tengdar við notandaprófíl þinn á YouTube. Þú getur komið í veg fyrir þessa tengingu með því að skrá þig út af YouTube reikningnum áður en þú notar þjónustuna og eyða samsvarandi vefkökum.

Frekari upplýsingar um hvernig Google safnar, notar og deilir upplýsingum þínum má finna í persónuverndarstefnu Google.

Frekari upplýsingar um hvernig Google notar vefkökur fyrir auglýsingar má finna á auglýsingasíðu Google.  

Til að koma í veg fyrir að Google Analytics noti gögnin þín geturðu sett upp vafraviðbót Google sem afþakkar þátttöku.

Til að afþakka auglýsingar á Google sem eru miðaðar að áhugasviði þínu skaltu nota stillingarnar fyrir Google auglýsingar.

Ef þú ert í EES, Sviss eða Bretlandi skaltu taka sérstaklega eftir að ef þú leyfir vefkökur Google hjá persónuverndarmiðstöð Coca‑Cola eru upplýsingarnar sem þessar vefkökur mynda um notkun á þjónustunni sendar til Google og vistaðar á þjónum í Bandaríkjunum. Coca‑Cola notar tækni, meðal annars verkfæri Google til að gera IP-tölur nafnlausar, til að útiloka síðasta hlutann í IP-tölu þinni áður en Google sendir gögnin til Bandaríkjanna, ásamt verkfærum Google til að slökkva á gagnadeilingu og Google merkjum og stillingum fyrir auðkenni notanda á Google Analytics fyrir tilteknar lögsögur.  Google mun ekki tengja IP-tölu við nein önnur gögn sem Google varðveitir.  

Google mun síðan nota gögnin sem er lýst hér fyrir ofan fyrir hönd Coca‑Cola til að setja saman skýrslur sem hjálpa Coca‑Cola að rekja og bjóða upp á þjónustuna.

Valkostir þínir fyrir vefkökur

Þú átt rétt á að ákveða hvort þú samþykkir vefkökur eða hafnir þeim.  Þú getur stillt vafrann á að hafna öllum kökum eða láta vita þegar vefkaka er sett inn. (Flestir vafrar samþykkja vefkökur sjálfkrafa en leyfa þér að slökkva á þeim, en athugaðu að sumir eiginleikar þjónustunnar virka mögulega ekki rétt án þeirra.)  

Eins og tekið var fram hér á undan hefur Google búið til viðbót sem þú getur notað ef þú vilt afþakka vefkökur sem eru notaðar fyrir Google Analytics.  Þú getur sótt og sett upp viðbótina fyrir vafrann þinn hér. Þú getur hafnað notkun á þessum vefkökum með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum.

Sumar lögsögur hafa einnig sérstakar reglur um vefkökur sem eru viðbót við þessa persónuverndarstefnu, ásamt verkfærum til að hafa umsjón með vefkökum.  Frekari upplýsingar má finna í kafla 9.

6. HVERNIG DEILIR COCA-COLA PERSÓNUGÖGNUM?

Coca‑Cola deilir persónugögnum með fólki og fyrirtækjum sem hjálpa við að reka þjónustuna og sjá um rekstur fyrir okkur og þegar okkur er lagalega heimilt eða skylt að gera það.  Einnig deilum við persónugögnum þegar notandi biður okkur um það.  Við krefjumst þess að viðtakendur persónugagna frá okkur fylgi þessari persónuverndarstefnu nema og þar til notendur eru látnir vita af annarri persónuverndarstefnu eða -tilkynningu sem gildir.

Coca‑Cola deilir persónugögnum með eftirfarandi viðtakendum:

  • Faglegum ráðgjöfum, til dæmis lögfræðingum, endurskoðendum, tryggingafulltrúum og sérfræðingum í upplýsingaöryggi og réttarrannsóknum

  • Markaðssöluaðilum sem hjálpa við að kynna þjónustuna (t.d. með markaðssetningu í tölvupósti) og bæta stundum við persónugögnum sem við höfum þegar fyrir hendi.  Til dæmis fær Meta, og notar, tiltekin gögn sem tengjast notkun á þjónustunni til að hjálpa okkur að birta sérsniðnar auglýsingar á vettvangi þeirra og greina áhrifin af þessum auglýsingum.  

  • Þjónustuveitendum til að gera þeim kleift að veita þjónustu fyrir okkar hönd, þar á meðal gagnagreiningu, gagnaöryggi, netviðskipti, kannanir, rannsóknir, umsjón með kynningum, tilboðum og vildarkerfum og til að hjálpa okkur að stunda rekstur.  Sumir af þessum þjónustuveitendum eru með alþjóðlegar skyldur. 

  • Skýjaþjónustum

  • Mögulegum eða núverandi yfirtökuaðilum eða fjárfestum og faglegum ráðgjöfum þeirra í tengslum við núverandi eða mögulegan samruna, yfirtöku eða fjárfestingu í fyrirtæki okkar eða einhverjum hluta þess. Við munum gera okkar besta til að tryggja að skilmálarnir í þessari persónuverndarstefnu gildi um persónugögn eftir viðskiptin eða að notendur fá tilkynningu með fyrirvara um breytingar á vinnslu persónugagna

  • Hlutdeildarfélögum og átöppunaraðilum Coca‑Cola

  • Lögbærum yfirvöldum, opinberum eftirlitsstofnunum og dómstólum þegar við teljum að birting sé nauðsynleg (i) til að fara eftir lögum, (ii) til að nýta, setja fram eða verja lagaleg réttindi, eða (iii) til að vernda nauðsynlega hagsmuni notenda, viðskiptafélaga, þjónustuveitenda eða annarra þriðju aðila 

  • Öðrum þriðju aðilum með þínu leyfi

Ef við deilum persónugögnum krefjumst við þess að viðtakendurnir meðhöndli persónugögn í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og kröfur okkar um trúnað og öryggi.  

7. HVERNIG VERNDAR COCA-COLA PERSÓNUGÖGN?

Coca‑Cola gætir þess að vernda persónugögnin sem okkur er treyst fyrir.  Við notum margvíslegar aðferðir til að hjálpa okkur að vernda persónugögn gegn óleyfilegum aðgangi og notkun.

Coca‑Cola notar tæknilegar, efnislegar og stjórnsýslulegar öryggisráðstafanir til að vernda persónugögnin sem við vinnum úr. Öryggisráðstafanir okkar eru hannaðar til að veita viðeigandi öryggi gegn hættunni við vinnslu persónugagna og þær innihalda meðal annars (eftir því sem við á) aðferðir til að tryggja áframhaldandi trúnað, heilindi, tiltækileika og gallaþol vinnslukerfa og ferli til að prófa og meta reglulega skilvirkni tæknilegra og skipulagslegra aðferða til að tryggja öryggi við vinnslu á persónugögnum.  Coca‑Cola getur þó ekki útilokað að fullu allar öryggishættur sem tengjast vinnslu á persónugögnum.  

Þú berð ábyrgð á að gæta öryggis reikningsupplýsinga þinna. Coca‑Cola mun líta á aðgang að þjónustunni í gegnum reikning þinn sem aðgang sem þú hefur heimilað. 

Coca‑Cola getur lokað á notkun þína á allri þjónustu eða hluta hennar án fyrirvara ef við höfum grun um eða greinum öryggisbrot.  Ef þú telur að upplýsingar sem þú veittir Coca‑Cola eða reikningurinn þinn séu ekki lengur örugg skaltu láta okkur vita tafarlaust á Privacy@coca-cola.com.

Ef við uppgötvum brot sem hefur áhrif á öryggi persónugagna þinna munum við láta þig vita eftir því sem gildandi lög krefjast. Þegar gildandi lög leyfa það mun Coca‑Cola láta þig vita með því að nota netfangið sem tengist reikningnum þínum eða með annarri aðferð sem tengist reikningnum þínum.

ÓLEYFILEGUR AÐGANGUR AÐ PERSÓNUGÖGNUM OG ÞJÓNUSTUNNI – ÞAR Á MEÐAL SKRÖPUN – ER BANNAÐUR OG GETUR LEITT TIL ÁKÆRU.

8. HVERSU LENGI VARÐVEITIR COCA-COLA PERSÓNUGÖGN?

Við varðveitum upplýsingar um notanda svo lengi sem reikningur notandans er virkur og að öðru leyti eins lengi og nauðsynlegt er fyrir tilganginn sem lýst hér fyrir ofan.  Við varðveitum einnig persónugögn eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla lagalegar skyldur, leysa úr ágreiningi og framfylgja samningum okkar. 

Það er markmið okkar að halda persónugögnum þínum nákvæmum og uppfærðum.  Við varðveitum persónugögnin sem við meðhöndlum samkvæmt þessari persónuverndarstefnu í samræmi við gagnavarðveislustefnu okkar.   Þegar við ákveðum varðveislutímann tökum við margvíslegar forsendur til greina, til dæmis tegundir vara og þjónustu sem þú biður um eða sem við veitum þér, eðli og lengd sambands okkar við þig og lögskyld varðveislutímabil samkvæmt gildandi lögum.  Við lok varðveislutímabils eyðum við persónugögnum eða gerum þau nafnlaus, eða ef við getum ekki eytt persónugögnum eða gert þau nafnlaus aðskiljum við þau og vistum með öruggum hætti þar til hægt er að eyða þeim eða gera þau nafnlaus.  

Þegar við höfum gert persónugögn nafnlaus eru þau ekki lengur persónugögn. Við notum nafnlaus gögn samkvæmt gildandi lögum og samningum.

9. HVAÐA VALKOSTIR ERU Í BOÐI FYRIR PERSÓNUGÖGN?

Þú hefur valkosti varðandi meðhöndlun Coca‑Cola á persónugögnum þínum.  Þú getur nýtt þér rétt þinn til persónuverndar með því að hafa samband við Coca‑Cola eins og lýst er í 9. kafla eða með því að nota þau úrræði sem Coca‑Cola býður upp á. Í sumum tilfellum er geta þín til að fá aðgang að eða stjórna persónugögnum þínum takmörkuð samkvæmt gildandi lögum.

Kjörstillingar í farsíma

Farsímakerfi og forritasíður (t.d. Google Play, App Store) hafa leyfisstillingar fyrir tilteknar gerðir farsímagagna og tilkynninga, til dæmis aðgang að tengiliðum, staðsetningarþjónustu og tilkynningum.  Þú getur notað stillingar farsímans til að samþykkja eða hafna tiltekinni upplýsingasöfnun og/eða tilkynningum.  Sum forrit geta líka verið með stillingar sem gera þér kleift að breyta heimildum og tilkynningum.  Fyrir sum forrit geta breytingar á stillingum valdið því að ákveðnir eiginleikar í forritinu virki ekki rétt.

Þú getur stöðvað alla upplýsingasöfnun forrits með því að fjarlægja það.  Ef þú fjarlægir forritið skaltu líka athuga stillingar stýrikerfisins til að tryggja að einkvæmu auðkenni og öðrum aðgerðum sem tengjast notkun þinni á forritinu sé líka eytt úr farsímanum. 

Tölvupóstar og textaskilaboð frá Coca‑Cola afþökkuð

Smelltu á „Hætta áskrift“ (Unsubscribe) hnappinn neðst í tölvupóstinum til að hætta að fá kynningarpósta frá Coca‑Cola.  Þegar þú afþakkar getum við samt sent þér aðrar upplýsingar, t.d. kvittanir fyrir kaupum eða stjórnsýslulegar upplýsingar um reikninginn þinn.  

Reikningsstillingar þínar geta líka gert þér kleift að breyta tilkynningastillingum þínum, til dæmis tilkynningum frá forriti.  

Til að hætta að fá kynningarefni í textaskilaboðum (SMS eða MMS) skaltu senda skilaboð til baka til Coca‑Cola sem tilgreina að þú viljir hætta að fá kynningarefni í textaskilaboðum frá okkur.  Auk þess geturðu látið okkur vita eins og lýst er hér fyrir neðan í kaflanum „Hafa samband við okkur“.  Tilgreindu hvernig samskipti þú vilt hætta að fá og viðkomandi símanúmer, heimilisfang og/eða netfang.  Ef þú afþakkar að fá markaðstengd skilaboð frá okkur getum við samt sem áður sent þér mikilvæg stjórnsýsluleg skilaboð, til dæmis tölvupósta um reikningana þína eða kaup

UPPLÝSINGAR UM RÉTT TIL PERSÓNUVERNDAR OG VALKOSTIR FYRIR TILTEKNAR LÖGSÖGUR MÁ FINNA Í LOK ÞESSARAR PERSÓNUVERNDARSTEFNU.  VIÐ HVETJUM ÞIG TIL AÐ FARA YFIR ÞÁ HLUTA SEM EIGA VIÐ UM ÞIG.  

EF ÞÚ ERT Í LÖGSÖGU MEÐ PERSÓNUVERNDARLÖG SEM GEFA ÞÉR RÉTT TIL PERSÓNUVERNDAR SEM ER EKKI LÝST Í ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU SKALTU HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR Á PRIVACY@COCA-COLA.COM. Við virðum rétt þinn til persónuverndar og munum gera okkar besta til að verða við beiðni þinni.

10. HVERNIG GÆTIR COCA-COLA PERSÓNUVERNDAR BARNA?

Sum þjónusta frá okkur er með aldurstakmark, sem þýðir að við getum spurt spurninga til að staðfesta aldur þinn áður en við leyfum þér að nota þjónustuna.  

Í samræmi við Stefnu um ábyrga markaðssetninguleyfir Coca‑Cola ekki að vörur okkar séu auglýstar til barna yngri en 13 ára.  Einnig söfnum við ekki persónugögnum á netinu frá börnum nema gildandi lög leyfi það.  Ef þú uppgötvar að barn hafi veitt okkur persónugögn án samþykkis frá foreldri, eða óleyfilega samkvæmt gildandi lögum, skaltu hafa samband við persónuverndarskrifstofu okkar á privacy@coca-cola.com. Þegar við fáum upplýsingar um þetta munum við bregðast við til að fjarlægja persónugögn barnsins eftir því sem gildandi lög krefjast.

11. FLYTUR COCA-COLA PERSÓNUGÖGN TIL ANNARRA LANDA?

Coca‑Cola getur flutt persónugögn yfir landamæri til þeirra staða þar sem við og birgjar okkar og samstarfsaðilar stunda viðskipti. Þessir staðir geta haft gagnaverndarlög sem eru frábrugðin (og veita stundum minni vernd) lögunum þar sem þú býrð.  

Ef persónugögn þín eru flutt á milli landamæra af okkur eða fyrir okkar hönd notum við viðeigandi öryggisráðstafanir til að vernda persónugögn þín í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög.  Þessar öryggisráðstafanir eru meðal annars að samþykkja stöðluð samningsákvæði eða staðlaða samninga fyrir flutninga á persónugögnum á milli hlutdeildarfélaga Coca‑Cola og á milli birgja okkar og samstarfsaðila.  Þegar þessir samningar eru til staðar krefjast þeir þess að hlutdeildarfélagar okkar, birgjar og samstarfsaðilar verndi persónugögn í samræmi við gildandi persónuverndarlög.   

Til að biðja um upplýsingar um stöðluð samningsákvæði okkar eða aðrar öryggisráðstafanir fyrir flutninga á persónugögnum á milli landamæra skal hafa samband við persónuverndarskrifstofu okkar á privacy@coca-cola.com.

12. HVENÆR ER ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU BREYTT?

Við getum uppfært þessa persónuverndarstefnu endrum og eins til að bregðast við lagalegum, tæknilegum eða rekstrartengdum breytingum.  Nýjasta útgáfan er alltaf tiltæk í gegnum þjónustuna.

Þegar við uppfærum þessa persónuverndarstefnuna munum við birta uppfærðu útgáfuna og breyta gildisdeginum hér fyrir ofan.  Einnig getum við gripið til hæfilegra aðgerða til að upplýsa þig fyrirfram um mikilvægar breytingar sem við teljum að hafi áhrif á rétt þinn til persónuverndar svo að þú fáir tækifæri til að lesa yfir breyttu persónuverndarstefnuna áður en hún tekur gildi.  Ef samþykki þitt er nauðsynlegt samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum munum við afla samþykkis þíns fyrir breytingunum áður en breytta persónuverndarstefnan gildir um þig.  Skoðaðu þessa persónuverndarstefnu reglulega til að vera viss um að vita af uppfærðu útgáfunni.

13. RÉTTUR TIL PERSÓNUVERNDAR OG VALKOSTIR FYRIR TILTEKNAR LÖGSÖGUR

Íbúar Suður-Afríku.  Persónugögn sem er safnað frá þér eru nauðsynleg til að þú hafir aðgang að þjónustunni.  Ef þessi persónugögn eru ekki veitt getur það komið í veg fyrir aðgang þinn eða notkun á þjónustunni.  Samkvæmt Protection of Personal Information Act 4 frá 2013 (POPIA), eru persónugögn lögaðila einnig vernduð. Þar af leiðandi, ef lögaðili notar forrit eða vefsíðu eru persónugögn þess lögaðila einnig vernduð.

Bein markaðssetning: Allt rafrænt beint markaðsefni verður sent til þín (þar til þú afþakkar það) þegar:

  • Þú samþykkir að fá beint markaðsefni sent til þín í samræmi við POPIA; eða

  • við fengum persónugögn þín í tengslum við sölu á vöru okkar eða þjónustu til þín svo að við getum látið þig vita af öðrum vörum okkar og þjónustu.  Þú getur valið að afþakka að fá þetta markaðsefni með því að nota „hætta áskrift“ (unsubscribe) tengilinn eða með því að hafa samband við okkur í gegnum samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan.

Réttindi þín: Þú átt rétt á að leggja fram eftirfarandi beiðnir varðandi persónugögn þín:

  • til að spyrja hvort Coca‑Cola geymi persónugögn um þig, án endurgjalds

  • til að biðja um skrá yfir eða lýsingu á persónugögnum þínum sem Coca‑Cola geymir um þig í samræmi við ferlið sem er lýst í PAIA handbókinni sem má finna á coca-cola.co.za. 

  • til að biðja Coca‑Cola um að uppfæra eða leiðrétta ónákvæm eða ófullkominr persónugögn um þig

  • til að biðja Coca‑Cola um að hætta að nota persónugögn um þig, sama af hvaða ástæðu

  • til að andmæla úrvinnslu á persónugögnum þínum

  • til að biðja Coca‑Cola um að eyða persónugögnum þínum

  • til að biðja Coca‑Cola um að takmarka hvernig persónugögn þín eru notuð, þeim deilt og unnið úr þeim

  • til að biðja Coca‑Cola um að senda afrit af persónugögnum þínum til þín eða til þriðja aðila sem þú velur.

Við getum (og er í sumum tilfellum skylt að gera það) staðfest auðkenni þitt áður en við getum svarað beiðni þinni um að nýta þér rétt þinn til persónuverndar.  

Svona er hægt að hafa samband við okkur vegna persónuverndarréttinda: Til að nýta þér rétt þinn til persónuverndar skaltu hafa samband við Coca‑Cola með því að nota einn af eftirfarandi valkostum:

  • sendu okkur tölvupóst á eftirfarandi netfang: CCSAINFO@COCA-COLA.COM

  • hringdu í okkur í síma 0860112526

  • skrifaðu bréf og sendu til eftirfarandi heimilisfangs: Coca‑Cola Africa (Proprietary) Limited, Oxford and Glenhove, 116 Oxford Road, Houghton Estate, Johannesburg, 2198 for the attention of the Legal Team.

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til upplýsingaeftirlitsfulltrúa (Suður-Afríka) í tölvupósti til POPIAComplaints@inforegulator.org.za

Aðrar upplýsingar um vinnslu:  Við söfnum einnig sjálfkrafa eftirfarandi upplýsingum:

• Gögn um hegðun: Upplýsingar sem eru leiddar af auðkenni tækisins og kerfisatburðum sem hægt er að nota til að greina hegðunarþróun og mynstur og senda þér markaðsefni sem tengist atburðunum sem þú hefur tekið þátt í, með fyrirvara um skilyrði fyrir beina markaðssetningu samkvæmt ákvæðum POPIA, til dæmis um að afla samþykkis þíns fyrirfram.

• Gögn um þátttöku: Persónugögn um þátttöku skráðs aðila í kynningarkeppni, verðlaunum, könnun, kynningu með tafarlausum vinningum, keppni og annars konar kynningum (t.d. tegund kynningar, dagsetning og tími þátttöku í kynningunni, niðurstöður þátttöku í kynningunni, nauðsynlegar upplýsingar til að afhenda vinning).

• Greiningarupplýsingar: Við getum safnað greiningargögnum eða notað greiningargögn þriðja aðila, til dæmis Google Analytics, til að hjálpa okkur að mæla umferð og notkunarþróun fyrir þjónustuna og til að skilja meira um lýðfræðihópa og hegðun notenda okkar.

Við leyfum líka auglýsinganetum þriðju aðila, fyrirtækjum samfélagsmiðla og öðrum þjónustum þriðju aðila að safna upplýsingum um notkun notenda á þjónustunni yfir tímann til að þau geti spilað eða birt auglýsingar í þjónustunni sem notandinn notar og í öðrum tækjum sem notandinn kann að nota

Þjónustan getur meðal annars verið eiginleikar samfélagsmiðla, til dæmis Líkar við hnappur í Meta, LinkedIn, Snapchat, Instagram, Twitter eða öðrum græjum. Þessi fyrirtæki samfélagsmiðla geta þekkt notandann og safnað upplýsingum um heimsókn notandans á þjónustuna og þau geta sett upp vefköku eða notað aðra rakningartækni. Virkni notandans í þessum eiginleikum stjórnast af persónuverndarstefnum þeirra fyrirtækja sem við höfum ekki stjórn á. Við birtum notandanum miðaðar auglýsingar í gegnum samfélagsmiðla, meðal annars Meta, Twitter, Google+ og fleiri, að fengnu samþykki notandans. Meta, Twitter, Google hafa auglýsingakerfi sem byggja á áhugasviðum og gera okkur kleift að beina auglýsingum til notenda sem hafa sýnt áhuga á þjónustunni á meðan þessir notendur eru á samfélagsmiðli, eða til hópa notenda sem hafa svipaða eiginleika, t.d. líklega viðskiptahagsmuni og lýðfræðilega eiginleika. Þessar auglýsingar heyra undir persónuverndarstefnur þessara samfélagsmiðlafyrirtækja sem bjóða upp á þá.

Fyrir sumar þjónustur notum við verkfæri þriðju aðila til að fylgjast með upplýsingum um upplifun notenda. Þessi verkfæri safna sjálfkrafa upplýsingum um notkun, meðal annars músasmellum og hreyfingum, síðuflettingum og texta sem er sleginn inn í reiti á vefsíðunni. Upplýsingarnar sem er safnað innihalda ekki aðgangsorð, greiðsluupplýsingar eða önnur viðkvæm persónugögn. Við notum þessar upplýsingar fyrir síðugreiningar, hagræðingu og til að bæta upplifun viðskiptavina af vefsíðum. Við leyfum ekki deilingu á þessum upplýsingum með þriðju aðilum eða notkun þeirra á þeim í eigin hagsmunaskyni.

Þjónustuaðilar okkar fyrir net- og tölvupóstsauglýsingar geta notað pixlamerki, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni í tengslum við þjónustuna til að hjálpa við að stjórna auglýsingaherferðum okkar á netinu og í tölvupóstum og bæta skilvirkni slíkra herferða. Til dæmis, ef söluaðili hefur sett upp sérstaka vefköku í tölvu notandans getur söluaðilinn notað pixlamerki, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni til að þekkja kökuna þegar notandinn notar þjónustuna og til að læra hver af netauglýsingum okkar gæti hafa fært notandann að þjónustunni, og söluaðilinn gæti fært okkur þessar upplýsingar til að við getum notað þær. Við getum tengt slíkar upplýsingar frá söluaðilum okkar við persónugögn um notandann sem við höfum áður safnað.

Við getum notað auglýsingafyrirtæki þriðju aðila til að birta auglýsingar í þjónustunni. Þessi fyrirtæki geta notað upplýsingar (en ekki nafn, heimilisfang, netfang eða símanúmer notandans) um heimsóknir notanda í þjónustuna til að birta auglýsingar um vörur og þjónustu sem gætu vakið áhuga notandans.

Við getum tengt eða sett saman aðgerðir og upplýsingar um notanda sem er safnað frá honum í gegnum þjónustuna við upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa í gegnum rakningartækni. Þetta gerir okkur kleift að gefa notandanum sérsniðna upplifun óháð því hvernig notandinn á samskipti við okkur í gegnum þjónustuna.

  • Íbúar í Kenýa 

Fyrir einstaklinga í Kenýa safnar, vistar eða les þjónustan ekki staðsetningargögn í gegnum GPS, Wi-Fi eða þríhyrningamælingu frá þráðlausu neti. Nafnlaust auðkenni forrits er búið til af handahófi, því safnað og það notað til að greina nálægð notanda við sölustaði og senda staðsetningamiðuð skilaboð og afslætti sem eru í boði á nálægum stöðum.

Skrifstofa persónuverndar gegnir hlutverki sem eftirlitsaðili laga 25.326 og ber ábyrgð á móttöku kvartana og tilkynninga frá íbúum Argentínu sem telja að brotið hafi verið gegn persónuverndarrétti þeirra.

Eigandi persónugagnanna á rétt á að nýta sér rétt sinn til aðgangs á ekki minna en sex mánaða fresti, nema sýnt sé fram á lögmæta hagsmuni í þessum tilgangi samkvæmt 14. gr, 3. mgr. laga nr. 25.326. 

Hagsmunaaðilar geta nýtt sér réttinn til aðgangs, leiðréttingar eða eyðingar með því að senda beiðni til: Servicios y Productos para Bebidas Refrescantes SRL – Vedia 4090 – C.A.B.A. – Argentina- Attn: Responsable de Bases de Datos. 

Einstaklingar verða að setja eintak af opinberum skilríkjum með í viðhengi og lagalegir fulltrúar verða að láta fylgja með skjöl sem staðfestir hlutverk þeirra sem lagalegir fulltrúar.  Hver beiðni verður að útskýra ástæðuna fyrir beiðninni.  Coca‑Cola mun svara aðgangsbeiðni innan tíu (10) dagatalsdaga og fyrir beiðnir um leiðréttingu, uppfærslu eða eyðingu persónugagna mun Coca‑Cola svara innan fimm (5) virkra daga.

Þótt persónugögn þín séu yfirleitt varðveitt í miðlægum gagnagrunni á netþjónum í Ástralíu getur Coca‑Cola einnig vistað persónugögn í kerfum hlutdeildarfélaga okkar og birgja í öðrum löndum, til dæmis Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Singapúr og fleiri, eftir því sem þarf.

Við krefjumst þess að þriðju aðilar sem varðveita persónugögn fylgi áströlskum gagnaverndarlögum og þessari persónuverndarstefnu og að nota persónugögn þín eingöngu í þeim tilgangi sem þau voru veitt.

Ef þú vilt fá aðgang að persónugögnum þínum eða leiðrétta þær, eða ef þú ert með spurningar eða áhyggjur varðandi þessa persónuverndarstefnu, eða þú hefur áhyggjur af mögulegu broti gegn persónuvernd þinni skaltu hafa samband við okkur með einni af eftirfarandi leiðum: 

Netfang: privacyofficerau@coca-cola.com

Sími: Hringdu í upplýsingalínu okkar í síma 1800 025 123 (innan Ástralíu)

Bréfpóstur: Attn: Privacy Officer 

Coca Cola South Pacific Pty Limited 

GPO Box 388 

North Sydney, NSW 2059 

Á netinu: Notaðu „Hafa samband við okkur“ á www.coca-cola.com.au og tilgreindu að fyrirspurn þín tengist „persónuvernd“.

Við munum svara þér eins fljótt og við getum og í öllum tilfellum innan 30 daga frá mótttöku upphaflegu beiðninnar.

Ef Coca‑Cola hefur gildar ástæður til að verða ekki við beiðni þinni varðandi persónugögn þín munum við gefa þér skriflega útskýringu og leiðirnar sem þú getur notað ef þú vilt senda inn kvörtun vegna höfnunar.

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er:

Coca Cola South Pacific Pty Limited

Netfang: privacyofficerau@coca-cola.com 

Sími: Hringdu í upplýsingalínu okkar í síma 1800 025 123 (innan Ástralíu) 

Bréfpóstur: Attn: Privacy Officer  

Coca Cola South Pacific Pty Limited  

GPO Box 388  

North Sydney, NSW 2059  

Gagnaverndarfulltrúi er:

Office of the Australian Information Commissioner

Bréfpóstur: GPO Box 5218 Sydney NSW 2001

Heimilisfang: 175 Pitt Street Sydney NSW 2000

Sími: 1300 363 992

Fax: 61 2 9284 9666

Netfang; foi@oaic.gov.au

Vefsíða: https://www.oaic.gov.au/

Rétti þínum til persónuverndar samkvæmt LGPD er lýst á https://privacidade.cocacola.com.br/#direitos.  

Til að nýta þér rétt þinn til persónuverndar skaltu

  • Í bréfpósti til Praia de Botafogo, 374, Botafogo, Rio de Janeiro/RJ, póstnúmer: 22.250-907, attn: Flavio Mattos dos Santos

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er Recofarma Indústria do Amazonas Ltda.

Gagnaverndarfulltrúi er Autoridade Nacional de Proteção de Dados, https://www.gov.br/anpd/pt-br.

Coca‑Cola er með vefkökustefnu sem er aðskilin frá þessari persónuverndarstefnu fyrir vefsíður handa íbúum í Brasilíu.  Skoðaðu viðkomandi vefsíðu Coca‑Cola.

Íbúar í Kaliforníu. Þessi persónuverndartilkynning Kaliforníu (Persónuverndartilkynning Kaliforníu) gildir um vinnslu Coca‑Cola á persónugögnum íbúa í Bandaríkjunum. Kaliforníuríki (Neytendur í Kaliforníu) eftir því sem þarf fyrir löggjöf Kaliforníu um persónuvernd neytenda frá 2018, ásamt viðbótum (CCPA).

Ef þú ert neytandi í Kaliforníu er þessi persónuverndartilkynning Kaliforníu hönnuð til að hjálpa þér að skilja hvers konar persónugögnum við söfnum um þig, hvaðan við fáum þessi persónugögn, með hverjum við deilum þeim og hvaða rétt þú hefur til að nota og stýra persónugögnum þínum.  Ef þessi persónuverndartilkynning Kaliforníu eða annað ákvæði greinir á um eitthvað í þessari persónuverndartilkynningu skal þessi persónuverndartilkynning Kaliforníu gilda fyrir vinnslu persónugagna frá neytendum í Kaliforníu.  Þessi persónuverndartilkynning Kaliforníu gildir ekki um starfsfólk, undirverktaka, tímabundið starfsfólk eða umsækjendur hjá Coca‑Cola. 

Tilkynning við söfnun

Að því er varðar CCPA hegðar Coca‑Cola sér yfirleitt sem „fyrirtæki“ hvað varðar persónugögn þín.  Fyrirtæki er svipað ábyrgðaraðila, sem þýðir að Coca‑Cola ákveður hvernig og hvers vegna upplýsingar sem Coca‑Cola safnar frá þér eða um þig eru meðhöndlaðar.  

Þessi tilkynning við söfnun persónugagna lýsir söfnunaraðferðum okkar fyrir persónugögn þegar við störfum sem fyrirtæki, þar á meðal lista yfir þá flokka persónugagna sem við söfnum, tilganginn fyrir söfnun okkar á persónugögnum og hvaðan við söfnum persónugögnum.

Þótt við útskýrum nú þegar hvaða persónugögnum við söfnum og í hvaða tilgangi hér fyrir ofan í þessari persónuverndarstefnu krefst CCPA þess að við veitum ákveðnar upplýsingar með því að nota þá flokka persónugagna sem eru notaðir til að skilgreina persónugögn í CCPA. 

Flokkur: Auðkenni
Uppruni: Beint frá þér
Tilgangur: Auglýsingar og markaðssetning
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Flokkar persónugagna sem eru tilgreindir í California Customer Records ákvæðinu (Cal. Civ. Code § 1798.80(e))
Uppruni: Beint frá þér
Tilgangur: Auglýsingar og markaðssetning
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Verndaðir flokkunareiginleikar samkvæmt lögum Kaliforníu eða alríkislögum
Uppruni: Beint frá þér
Tilgangur: Auglýsingar og markaðssetning
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Viðskiptaupplýsingar
Uppruni: Beint frá þér
Tilgangur: Framkvæmd þjónustu
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Líffræðilegar upplýsingar, sem eru upplýsingar um líkamlega, líffræðilega eða hegðunartengda eiginleika þína
Uppruni: Coca‑Cola safnar ekki þessum upplýsingum frá og með gildisdeginum
Tilgangur: Coca‑Cola safnar ekki þessum upplýsingum frá og með gildisdeginum
Þriðju aðilar: Coca‑Cola safnar ekki þessum upplýsingum frá og með gildisdeginum

Flokkur: Internet eða önnur rafræn netvirkni
Uppruni: Beint frá þér, upplýsingar sem er safnað sjálfkrafa við notkun á þjónustunni
Tilgangur: Framkvæmd þjónustu
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Landfræðileg staðsetningargögn
Uppruni: Beint frá þér, upplýsingar sem er safnað sjálfkrafa við notkun á þjónustunni
Tilgangur: Framkvæmd þjónustu
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, aðrir þriðju aðilar

Flokkur: Hljóð-, rafrænar, sjónrænar eða svipaðar upplýsingar
Uppruni: Beint frá þér
Tilgangur: Framkvæmd þjónustu
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur

Flokkur: Faglegar eða atvinnutengdar upplýsingar
Uppruni: Beint frá þér, frá þriðju aðilum
Tilgangur: Framkvæmd þjónustu, auglýsingar og markaðssetning
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar

Flokkur: Ályktanir dregnar frá öðrum flokkum til að búa til prófíl um neytanda í Kaliforníu 
Uppruni: Coca‑Cola
Tilgangur: Auglýsingar og markaðssetning
Þriðju aðilar: Þjónustuveitendur, þar á meðal söluaðilar markaðssetningar, hlutdeildarfélagar og átöppunarfélagar, aðrir þriðju aðilar

Þegar við söfnum nákvæmum staðsetningarupplýsingum í þeim tilgangi að veita þjónustu sem þú hefur beðið um, teljumst við vera að safna gögnum sem eru „viðkvæm“ samkvæmt lögum í Kaliforníu. Notkun okkar á þessum gögnum til að veita þjónustu sem þú hefur beðið um er í samræmi við leyfilegan viðskiptatilgang í California Civil Code § 1798.100 et seq. ásamt viðbótarreglugerðum.

Þótt við höfum birt persónugögn til þriðju aðila höfum við ekki vitneskju um að hafa selt eða deilt slíkum upplýsingum til einstaklinga yngri en 16 ára.

Réttur þinn til persónuverndar sem neytandi í Kaliforníu

CCPA gefur neytendum í Kaliforníu eftirfarandi réttindi til persónuverndar:

  • Réttur til að fá aðgang að upplýsingum: Þú átt rétt á að biðja um aðgang að persónugögnum sem er safnað um þig og upplýsingum um uppruna slíkra upplýsinga, tilganginum fyrir söfnun okkar og þeim þriðju aðilum og þjónustuveitendum sem við deilum upplýsingunum með.

  • Réttur til að biðja um eyðingu: Þú átt rétt á að biðja um að við eyðum tilteknum persónugögnum sem við höfum safnað frá þér.

  • Réttur til leiðréttingar: Þú átt rétt á að leiðrétta röng persónugögn um þig. Athugaðu að beiðnir um leiðréttingu eru háðar ákveðnum takmörkunum og að í sumum tilfellum getum við ákveðið að eyða persónugögnum þínum í stað þess að leiðrétta þau.

  • Réttur til að afþakka þátttöku í sölu persónugagna til þriðju aðila:  Birting okkar á persónugögnum þínum til þriðju aðila auglýsenda og greinenda getur talist vera sala samkvæmt sumum ríkislögum og samkvæmt lögum Kaliforníu getur hún líka talist vera „deiling“ (sem er hugtak notað til að lýsa deilingu á upplýsingum í auglýsingatilgangi). Að því leyti sem notkun okkar telst vera sala eða deiling á persónugögnum þínum áttu rétt á að afþakka þátttöku með því að (a) kveikja á stillingu til að afþakka, eða almenna persónuverndarstillingu í vafranum þínum sem bandarískar vefsíður okkar þekkja, (b) afþakka vefkökur í vefkökustillingum fyrir bandarískar vefsíður okkar, eða (c) senda inn beiðni um að afþakka þátttöku til https://us.coca-cola.com/dsrform.

  • Réttur gegn mismunun:: Við munum ekki mismuna gegn þér fyrir að nýta þér rétt þinn samkvæmt CCPA. Við munum ekki neita þér um vörur eða þjónustu fyrir að nýta þér rétt þinn, rukka þig um annað verð eða gjaldskrá fyrir vörur eða þjónustu, þar á meðal í gegnum afslætti eða önnur fríðindi, eða refsa þér vegna þess að þú nýttir þér rétt þinn, veita þér vörur eða þjónustu af öðru stigi eða gæðum vegna þess að þú nýttir þér rétt þinn eða gefa í skyn að þú þurfir að borga annað verð eða gjaldskrá fyrir vörur eða þjónustu eða fáir vörur eða þjónustu af öðru stigi eða gæðum vegna þess að þú nýttir þér rétt þinn.

Til að leggja fram beiðni um að nýta þér rétt þinn til persónuverndar í Kaliforníu skal gera eftirfarandi:

Þegar þú sendir inn beiðnina skaltu hafa nafn þitt, netfang og heimilisfang við hendina.  Þú mátt leyfa öðrum einstaklingi (fulltrúa þínum) að senda inn beiðni fyrir þína hönd. 

Markmið okkar er að svara beiðnum um leið og mögulegt er og í samræmi við öll gildandi lög. Athugaðu að það getur tekið einhvern tíma til viðbótar að staðfesta og svara beiðnum sem eru sendar frá fulltrúa. Ef þú ert með reikning hjá okkur getur þú líka gert tilteknar breytingar á prófílsíðu reikningsins. Athugaðu að breytingar sem þú gerir á prófílsíðu reikningsins í gegnum þjónustuna endurspeglast mögulega ekki alltaf í hlutum þjónustunnar sem við rekum.

Athugaðu eftirfarandi:

  • Við getum (og er í sumum tilfellum skylt að gera það) staðfest auðkenni þitt áður en við getum svarað beiðni þinni um að nýta þér rétt þinn til persónuverndar í Kaliforníu.  Þegar við höfum fengið beiðni þína og unnið úr henni munum við hafa samband við þig með því að nota netfangið sem fylgdi með beiðni þinni og senda þér leiðbeiningar um hvernig þú staðfestir auðkenni þitt. Síðan munum við athuga hvort samsvarandi upplýsingar finnist á skrá hjá okkur.  

  • Okkur er heimilt að bregðast ekki við sumum hlutum í beiðni þinni – til dæmis tilteknum upplýsingum sem við söfnum og eru undanskildar frá þessari persónuverndartilkynningu Kaliforníu, svo sem opinberar upplýsingar sem eru birtar af opinberum aðila eða upplýsingar sem heyra undir önnur persónuverndarlög.  Í þessum tilfellum munum við útskýra hvers vegna við verðum ekki við beiðni þinni í svari okkar til þín.

Tilkynning um fjárhagslegan hvata

Við getum boðið afslátt eða önnur fríðindi til neytenda sem eru skráðir í vildar- eða tilboðskerfi, meðal annars, en takmarkast ekki við: (1) Neytendur geta samþykkt þátttöku í kynningum í tölvupósti frá CocaCola með því að senda inn netfang sitt í gegnum síðuna. Frekari skilmálar eru birtir þar. (2) Neytendur geta tekið mynd og sent hana inn eða sent inn sip & scan kóða til að fá verðlaun, taka þátt í happdrætti og öðrum upplifunum. Neytendur sem eru skráðir inn á Coke.com reikning sinn þegar þeir taka þátt í sip & scan geta vistað slík verðlaun og innleyst þau. Frekari upplýsingar má finna á https://us.coca-cola.com/sip-and-scan-faq/. (3) Neytendur geta búið til CocaCola-reikning og fengið 15% afslátt af fyrstu pöntun sinni í verslun CocaCola.  (4) Neytendur geta stofnað reikning og fengið vörur ókeypis eða á afslætti. (5) Neytendur geta tekið þátt í samfélagslegum kynningum, keppnum eða happdrættum Coca‑Cola til að fá tækifæri til að fá fríðindin sem er lýst í hverri kynningu.  

Coca‑Cola tengir yfirleitt ekki peningalegt gildi eða annars konar virði við persónugögn neytenda og kynningarvirkni okkar er síbreytileg. Að því leyti sem lög Kaliforníu krefjast þess að slíkum kynningum sé úthlutað virði, eða verðlaununum eða þjónustunni sem fylgja þeim, metur Coca‑Cola persónugögn sem er safnað og notuð í hverri kynningu sem jafngild andvirði afslátta eða annarra fjárhagslegra hvata sem boðið er upp á í hverri kynningu, byggt á raunhæfri viðleitni í góðri trú til að meta saman allar upplýsingar sem er safnað: (1) tegund persónugagna sem er safnað í hverri kynningu (t.d. netfang), (2) notkun CocaCola á slíkum upplýsingum í tengslum við markaðsaðgerðir þess, (3) fjöldi afslátta sem boðið er upp á (sem getur farið eftir kaupum hvers neytanda undir slíkum tilboðum), (4) fjöldi skráðra einstaklinga í hverri kynningu, og (5) vörurnar sem fríðindin (til dæmis verðmunur) geta gilt um. Þessi gildi geta breyst með tímanum. Athugaðu að þessi lýsing er ekki án fyrirvara um séreignar- eða viðskipta- trúnaðarupplýsingar, þar á meðal viðskiptaleyndarmál og hún jafngildir ekki staðfestingu hvað varðar almennt samþykktar grundvallarreglur um reikningshald eða bókhaldsstaðla.

Önnur lög í Kaliforníu leyfa íbúum Kaliforníu að biðja um tilkynningu sem sýnir þá flokka persónugagna um þig sem við höfum deilt með þriðju aðilum í beinu markaðssetningarskyni á undanförnu dagatalsári. Sem stendur deilir Coca‑Cola ekki persónugögnum með þriðju aðilum í beinu markaðssetningarskyni.

Íbúar í Colorado, Connecticut, Utah og Virginíu. Persónuverndarlög í þessum ríkjum gefa neytendum tiltekin réttindi hvað varðar persónugögn þeirra. Coca‑Cola mun virða þessi réttindi fyrir alla íbúa í Bandaríkjunum: Þau eru meðal annars:

  • Réttur til að fá aðgang að upplýsingum:: Þú átt rétt á að fá aðgang að persónugögnum þínum og fá eintak af þeim.

  • Réttur til að biðja um eyðingu: Þú átt rétt á að biðja um að við eyðum persónugögnum sem þú hefur gefið eða við fengið um þig.

  • Réttur til leiðréttingar: Þú átt rétt á að láta leiðrétta ónákvæm persónugögn um þig.

  • Réttur til að afþakka þátttöku: Birting okkar á persónugögnum þínum til þriðju aðila auglýsenda og greinenda getur talist vera sala samkvæmt sumum ríkislögum. Auk þess notum við vefkökur til að birta miðaðar auglýsingar. Þú átt rétt á að afþakka þátttöku í þessum aðgerðum með því að (a) kveikja á stillingu fyrir að afþakka, eða almenna persónuverndarstillingu í vafranum þínum sem bandarískar vefsíður okkar þekkja, (b) afþakka vefkökur í vefkökustillingum fyrir bandarískar vefsíður okkar, eða (c) senda inn beiðni um að afþakka þátttöku til https://us.coca-cola.com/dsrform.

Auk þess geta íbúar í Colorado, Connecticut og Virginíu áfrýjað ákvörðun um beiðnir þeirra varðandi persónuvernd sem neytendur með því að senda okkur tölvupóst á privacy@coca-cola.com

Coca‑Cola safnar, notar og birtir persónugögn í þeim tilgangi sem er tilgreindur í persónuverndarstefnu okkar og í öllum öðrum tilgangi eftir því sem lög leyfa, með fyrirvara til þín og með beinu eða óbeinu samþykki þínu.

Þú hefur ákveðin réttindi í tengslum við upplýsingar þínar. Til að fá aðgang að eða leiðrétta persónugögn þín skaltu fylla út eyðublaðið á eftirfarandi tengli: https://us.coca-cola.com/dsrform. Athugaðu að við kunnum að staðfesta auðkenni þitt áður en við getum brugðist við beiðni þinni. 

Fyrir íbúa í Quebec: Larissa Barbara Lourenco er gagnaverndarfulltrúi fyrir íbúa í Quebec og hægt er að hafa samband við hana með því að senda tölvupóst á privacy@coca-cola.com.

Samkvæmt ákvæðum gagnaverndarlaga í Chile verður samþykki fengið fyrir allar aðgerðir Coca‑Cola sem tengjast einstaklingum sem njóta verndar undir gagnaverndarlögum í Chile.

Gagnaverndarlög í Chile bjóða upp á eftirfarandi réttindi til persónuverndar:

  • Að biðja um upplýsingar um vinnslu persónugagna

  • Að biðja um leiðréttingu á röngum eða ófullkomnum persónugögnum

  • Að biðja um eyðingu persónugagna ef þau eru vistuð án lagalegs grundvallar eða ef þau eru úrelt

  • Að biðja um að láta eyða eða loka á persónugögn, eftir því sem við á, ef persónugögnin voru veitt af fúsum vilja eða ef þau eru notuð fyrir viðskiptasamskipti og einstaklingurinn vill ekki lengur vera innifalinn í viðkomandi skrá, varanlega eða tímabundið

  • Að andmæla notkun á persónugögnum fyrir auglýsingar, markaðsrannsóknir eða skoðanakannanir

  • Að draga til baka samþykki fyrir vinnslu persónugagna hvenær sem er með gildi til framtíðar.  Athugaðu þó að afturköllun samþykkis getur þýtt að ekki verður lengur hægt að nota þjónustuna eða hluta hennar.

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er Recofarma Indústria do Amazonas Ltda.

Sjá sérstaka persónuverndarstefnu okkar á: https://cokeurl.com/cgs82t

Ábyrgðaraðili gagna

Ábyrgðaraðili gagna (þ.e. Coca‑Cola aðili sem ákveður tilgang og aðferðir fyrir vinnslu á persónugögnum þínum) fyrir persónugögn sem er safnað í tengslum við notkun á þjónustunni á evrópska efnahagssvæðinu, í Sviss og Bretlandi er NV Coca‑Cola Service SA, fyrirtæki með skráðar höfuðstöðvar að Chaussée de Mons 1424, 1070 Brussel.  

Vinnsla

Vinnslu Coca‑Cola á persónugögnum þínum er lýst hér fyrir ofan í þessari persónuverndarstefnu, meðal annars:

  • Hvaða persónugögnum er safnað og hvers vegna (2. kafli)

  • Hvernig Coca‑Cola notar persónugögn (4. kafli) og deilir persónugögnunum (6. kafli)

  • Hversu lengi Coca‑Cola varðveitir persónugögn (8. kafli) 

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu Coca‑Cola

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu Coca‑Cola á persónugögnum þínum fer eftir samhenginu fyrir söfnun og vinnslu persónugagna. Yfirleitt söfnum við eingöngu persónugögnum þegar (i) Coca‑Cola þarf persónugögnin til að uppfylla samning við þig (t.d. notkunarskilmála okkar), í því tilfelli munum við segja þér hvort þér sé skylt að gefa okkur persónugögn þín og mögulegar afleiðingar ef þú gerir það ekki; 

(ii) þegar við höfum samþykki fyrir því (þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér fyrir neðan); eða 

(iii) þegar vinnslan er fyrir lögmæta viðskiptahagsmuni okkar og ekki hnekkt af réttindum og frelsi notenda til persónuverndar eða öðrum grundvallarréttindum (til dæmis þegar við vinnum úr persónugögnum til að koma í veg fyrir sviksamlega notkun á þjónustunni).

Ef við söfnum og notum persónugögn er byggð á lögmætum hagsmunum okkar (eða þriðja aðila) eru þessir hagsmunir að veita þjónustuna og gefa þér upplýsingar um þjónustuna og til að svara fyrirspurnum, bæta þjónustuna, ráðleggja notendum um nýja eiginleika eða viðhald eða fyrir framkvæmd markaðsaðgerða ásamt svipuðum viðskiptahagsmunum til að gera þjónustuna tiltæka fyrir þig.  Við kunnum að hafa aðra lögmæta hagsmuni og ef við á munum við útskýra lögmæta hagsmuni okkar á viðkomandi tíma.

Í sumum tilfellum kann einnig að hvíla lagaleg skylda á okkur til að safna persónugögnum frá notendum.  Ef við biðjum þig um að veita okkur persónugögn til að hlýða lagalegri kröfu munum við skýra frá því á viðkomandi tíma og segja þér hvort skylt sé að veita persónugögn þín og mögulegar afleiðingar ef þú veitir ekki persónugögn þín.

Ef þú hefur spurningar eða þarft frekari upplýsingar um lagalega grundvöllinn fyrir söfnun okkar og notkun á persónugögnum þínum skaltu hafa samband við okkur á privacy@coca-cola.com.

Vefkökustefna

Coca‑Cola er með vefkökustefnu fyrir EES, Sviss og Bretland sem er aðskilin frá þessari persónuverndarstefnu.  Athugaðu vefsíðu Coca‑Cola sem þú notar til að fá frekari upplýsingar.

Réttindi skráðra aðila

Að því leyti sem GDPR-löggjöfin leyfir hefur þú eftirfarandi réttindi hvað varðar persónugögn um þig:

  • Réttur til aðgangs að persónugögnum þínum

  • Réttur til leiðréttingar (þ.e. leiðrétting, uppfærsla)

  • Réttur til eyðingar 

  • Réttur til að takmarka vinnslu 

  • Réttur til gagnafæranleika (þ.e. að fá rafrænt eintak af persónugögnum þínum í þeim tilgangi að flytja þær til annars fyrirtækis)

  • Réttur til að afturkalla samþykki hvenær sem er 

Ef þú vilt fá aðgang að, leiðrétta, uppfæra, fjarlægja, takmarka, andmæla eða eyða persónugögnum sem þú hefur áður gefið til Coca‑Cola eða ef þú vilt fá rafrænt eintak af persónugögnum þínum í þeim tilgangi að flytja þau til annars fyrirtækis (þegar þessi réttur til færanleika er veittur þér með lögum), skaltu senda inn beiðni til okkar eins og hér segir:

Taktu skýrt fram í beiðninni hvaða persónugögnum þú vilt láta breyta, hvort þú viljir láta fjarlægja persónugögn þín úr gagnagrunni okkar eða aðrar takmarkanir sem þú vilt láta setja á notkun okkar á persónugögnum þínum.  Þér til verndar staðfestum við auðkenni þitt og landfræðilega búsetu áður en við bregðumst við beiðni þinni. Við munum uppfylla beiðni þína eins fljótt og mögulegt er og innan tímabilsins sem gildandi lög tilgreina.

Athugaðu að við þurfum oft að varðveita tiltekin persónugögn í bókhaldstilgangi og/eða til að ljúka við viðskipti sem þú byrjaðir á áður en þú sendir beiðnina (t.d. þegar þú gerir kaup eða tekur þátt í kynningu, geturðu mögulega ekki breytt eða eytt persónugögnum sem þú gafst upp fyrr en eftir að kaupunum eða kynningunni er lokið). Einnig er mögulegt að við eyðum ekki tilteknum persónugögnum af lagalegum ástæðum.

Samband við gagnaverndaryfirvöld

ESB gagnaverndaryfirvöld

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun um hvernig við vinnum úr persónugögnum til viðkomandi ESB gagnaverndaryfirvalda.  Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar.  

Gagnaverndarfulltrúi Sviss
Office of the Federal Data Protection and Information Commissioner (FDPIC)
Feldeggweg 1
CH - 3003 Berne
Sími: 41 (0)58 462 43 95 (mán.-fös., 10:00-12:00)
Telefax: 41 (0)58 465 99 96
https://www.edoeb.admin.ch/edoeb/en/home/the-fdpic/contact/address.html

Gagnaverndarfulltrúi Bretlands
Information Commissioner's Office (ICO)
Wycliffe House, Water Lane, Wilmslow Cheshire SK9 5AF
Sími: 0303 123 1113
Fax: 01625 524510
https://ico.org.uk/global/contact-us/

Gildandi lög um persónuverndarstefnu eru IT Act, 2000 og Reasonable security practices and procedures and sensitive personal data or information Rules, 2011, sem koma í stað 
Information Technology (Intermediaries Guidelines) Rules, 2011, gefnum út undir IT Act, 2000.

Netfang kvörtunarfulltrúa sem Coca Cola India Private Limited (CCIPL) hefur tilnefnt:  grievanceofficerprivacyindia@coca-cola.com 

Skráð skrifstofa CCIPL: Plot No. 1109-1110, Village Pirangut, Taluka Mulshi, Distt. Pune

Fyrirtækisskrifstofa CCIPL: 1601-1701, One Horizon Center, DLF Golf Course Road, Phase V, Sector 43, Gurgaon, Haryana

Sjá sérstaka persónuverndarstefnu okkar á: https://cokeurl.com/rb7p5c

Persónuverndartilkynning Coca‑Cola fyrir Mexíkó gildir um vinnslu á persónugögnum íbúa í Mexíkó eftir því sem lög í Mexíkó krefjast, LEY FEDERAL DE PROTECCIÓN DE DATOS PERSONALES EN POSESIÓN DE LOS PARTICULARES.  

Sjá sérstaka persónuverndarstefnu okkar á: https://cokeurl.com/4utd7g

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er:  Servicios Integrados de Administración y Alta Gerencia, S. de R.L de C.V., The Coca‑Cola Export Corporation, Sucursal En México, Rubén Darío 115, Col. Bosque de Chapultepec, CP 11580, CDMX.  Sími:+5255.5262.200

Gagnaverndarfulltrúi er Instituto Nacional de Transparencia, Acceso a la Información y Protección de Datos Personales

Ef þú þarft frekari upplýsingar um persónuverndartilkynningu Coca‑Cola fyrir Mexíkó skaltu hafa samband við okkur í tölvupósti til: avisodeprivacidad@coca-cola.com.mx.

Coca‑Cola safnar ekki fullum fæðingardegi neytenda á Filippseyjum. Coca‑Cola mun afla samþykki foreldris þegar Coca‑Cola vinnur viljandi úr persónugögnum neytenda yngri en 18. 

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er Coca‑Cola Far East Ltd. (Svæðihöfuðstöðvar á Filippseyjum) og The Coca‑Cola Export Corporation (útibú á Filippseyjum).

Sjá sérstaka persónuverndarstefnu okkar á: https://cokeurl.com/eljncr

Personal Data Protection Act of 2019 á Taílandi gildir um vinnslu persónugagna íbúa á Taílandi. 

Ábyrgðaraðili persónugagna þinna er Coca‑Cola (Thailand) Ltd.  Hafðu samband við privacythailand@coca-cola.com ef þú ert með spurningar.

Hér á eftir er samantekt yfir gagnaverndarréttindi þín:

Réttur til aðgangs að persónugögnum þínum
Þú átt rétt á að fá staðfestingu á því hvort við vinnum úr persónugögnum um þig, fá eintak af persónugögnum þínum sem við varðveitum sem ábyrgðaraðili og fá tilteknar aðrar upplýsingar um hvernig og hvers vegna við vinnum úr persónugögnum þínum.

Réttur til leiðréttingar/uppfærslu á persónugögnum þínum
Þú átt rétt á að biðja um uppfærslu eða leiðréttingu á persónugögnum þínum þegar þau eru ónákvæm (t.d. ef þú breytir um nafn eða heimilisfang) og til að láta bæta við persónugögnupplýsingar sem vantar.   Þegar það er mögulegt, þegar við höfum fengið upplýsingar um að persónugögn sem við vinnum úr eru ekki lengur nákvæm, munum við gera leiðréttingar eins og hægt er út frá uppfærðum upplýsingum þínum. 

Réttur þinn til eyðingar/réttur til að gleymast
Þú átt rétt á að biðja um að láta eyða upplýsingum þínum í eftirfarandi tilfellum: 

  • Persónugögn eru ekki lengur nauðsynleg fyrir tilganginn sem þeim var safnað og unnið úr þeim. 

  • Lagalegi grundvöllurinn fyrir vinnslunni er samþykki, ef þú dregur samþykki þitt til baka og við höfum engan annan lagalegan grundvöll fyrir vinnslunni. 

  • Lagalegi grundvöllurinn fyrir vinnslunni er að vinnslan sé nauðsynleg fyrir lögmæta hagsmuni okkar eða þriðja aðila, ef þú andmælir vinnslunni og við höfum engan lagalegan grundvöll sem hnekkir andmælunum. 

  • Þú andmælir vinnslu okkar í tilgangi beinnar markaðssetningar. 

  • Unnið var úr persónugögnum þínum með ólögmætum hætti. 

  • Nauðsynlegt er að eyða persónugögnum þínum til að hlýða lagalegri skyldu okkar.

Réttur til að takmarka vinnslu
Þú átt rétt á að takmarka vinnslu okkar á persónugögnum þínum í eftirfarandi tilfellum: 

  • Þú véfengir nákvæmni persónugagna þinna sem við vinnum úr. Við verðum að takmarka vinnslu á véfengdu upplýsingunum þar til við getum staðfest nákvæmni persónugagna þinna. 

  • Persónugögnum á að eyða eða eyðileggja en þú biður um að láta takmarka notkun á persónugögnunum í staðinn.  

  • Það er ekki lengur nauðsynlegt að varðveita persónugögnin fyrir tilgang söfnunarinnar, en þú biður okkur um að varðveita persónugögnin til að setja fram, hlýða eða framfylgja lagalegum kröfum, eða verja lagalegar kröfur.  

  • Persónugögnin bíða staðfestingar á lögmætum grundvelli fyrir vinnslu þeirra, á nauðsyn þeirra fyrir lagalegar kröfur (til að setja þær fram, hlýða, framfylgja eða verja) eða á nauðsyn þess að við framkvæmum verkefni fyrir almenna hagsmuni. 

Réttur til að andmæla vinnslu
Þú átt rétt á að andmæla vinnslu okkar á persónugögnum þínum í eftirfarandi tilfellum: 

  • persónugögnunum var safnað til að: 

  • framkvæma verkefni fyrir almenna hagsmuni okkar, eða fyrir hönd opinberra yfirvalda, og fyrir lögmæta hagsmuni Coca‑Cola

  • safna, nota eða birta persónugögnin fyrir beina markaðssetningu; 

  • safna nota eða birta persónugögnin fyrir vísindalegar, sögulegar eða tölfræðilegar rannsóknir 

Athugaðu: Við áskiljum okkur rétt til að hafna beiðni þinni ef við getum sannað að (i) það er raunverulegur lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu á þessum persónugögnum eða hún er nauðsynleg til að setja fram, hlýða, framfylgja eða verja lagalegar kröfur, eða (ii) vinnsla persónugagnanna fyrir vísindalegar, sögulegar eða tölfræðilegar rannsóknir er nauðsynleg til að framkvæma verk fyrir almenna hagsmuni. 

Réttur til færanleika upplýsinga
Þú átt rétt á að fá í hendur persónugögnin sem þú veittir okkur og þú átt rétt á að senda upplýsingarnar til annars fyrirtækis (eða biðja okkur um að gera það ef það er tæknilega mögulegt) þegar:  

  • lögmætur grundvöllur okkar fyrir vinnslu á persónugögnunum er samþykki eða nauðsyn til að uppfylla samning okkar við þig og  

  • vinnslan er gerð sjálfkrafa. 

Réttur til að afturkalla samþykki
Þegar við vinnum úr persónugögnum byggt á samþykki eiga einstaklingar rétt á að afturkalla samþykki hvenær sem er. Yfirleitt vinnum við ekki úr persónugögnum sem eru byggðar á samþykki (þar sem við getum yfirleitt notað annan lagalegan grundvöll).  

Gagnaverndarfulltrúi er:
Thailand Personal Data Protection Commission
Ministry of Digital Economy and Society
Heimilisfang: No. 120, Moo 3, The Government Complex, Tower B, Changwattana Road, Lak Si, Bangkok, Thailand, Bangkok
Sími: 662-142-1033, 662-141-6993
Netfang: pdpc@mdes.go.th
Vefsíða: https://www.mdes.go.th/mission/82

Coca‑Cola gefur þér tækifæri til að skoða, leiðrétta, uppfæra eða breyta persónugögnum sem þú hefur áður gefið.  Til að nýta þér þennan rétt skaltu:

Taktu skýrt fram í beiðninni hvaða persónugögnum þú vilt láta breyta, hvort þú viljir láta fjarlægja persónugögn þín úr gagnagrunni okkar eða aðrar takmarkanir sem þú vilt láta setja á notkun okkar á persónugögnum þínum.  Þér til verndar getum við þurft að staðfesta auðkenni þitt og landfræðilega búsetu áður en við bregðumst við beiðni þinni. Við munum uppfylla beiðni þína eins fljótt og mögulegt er og innan tímabilsins sem gildandi lög tilgreina. 

* * * * *

Hér á eftir eru frekari upplýsingar um Coca‑Cola aðilann sem er ábyrgðaraðili persónugagna þinna, eftir því hvar þú hefur búsetu:

Bangladesh
Coca‑Cola Bangladesh Beverages Limited
Crystal Palace (11th Floor), Rd 140, Dhaka 1212, Bangladesh

Konungsdæmið Bhutan
TASHI BEVERAGES LIMITED
POST BOX # 267, PASAKHA BHUTAN.
00975-77190300 (O)

Chile
Coca‑Cola de Chile S.A
Avenida Presidente
Kennedy 5757 Piso 12
Las Condes, Santiago

Kólumbía
Coca‑Cola Bebidas de Colombia, S.A.
AK45 #103-60. Piso 8.
Bogotá, Colombia.
Sími 638-6600

Gagnaverndarfulltrúi:
Superintendencia de Industria y Comercio (SIC)
https://www.sic.gov.co
Carrera 13 No. 27 - 00, Pisos 1 y 3
Línea Gratuita Nacional: 01 8000 910165
contactenos@sic.gov.co

Kosta Ríka
Coca‑Cola Industrias SRL
Plaza Tempo, Oficinas Corporativas, Escazú, Sab José, Costa Rica

Gagnaverndarfulltrúi:
Agencia de Protección de Datos de los Habitantes (PRODHAB). prodhab.go.cr.
San Pedro de Montes de Oca, Alameda, Avenida 7 y calle 49, edificio Da Vinci.
Sistema Costarricense de Información Jurídica (pgrweb.go.cr)

Dóminíska lýðveldið
Distrito La Hispaniola Compañía De Servicios, S.R.L.,
Avenida Winston Churchill, Torre Acrópolis, Piso 12, Ensanche
PiantiniAttn:  Santiago Carrasco

Ekvador
Coca‑Cola de Ecuador. S.A.
Republica de El Salvador N36.230 y Naciones Unidas. Edificio Citibank Piso 1.
Quito, Ecuador
Sími: 593 2 382 622
Attn: Mariana Rosalba

Indónesía
PT Coca‑Cola Indonesia
South Quarter Tower B, Penthouse Floor, Jl. R. A. Kartini Kav. 8, Cilandak Barat, Jakarta Selatan

Maldíveyjar
Male Aerated Water Company
5GH7+CG8, Boduthakurufaanu Magu, Malé, Maldives

Nepal
Bottlers Nepal Limited and Bottlers Nepal

Bottlers Nepal Limited, 
Balaju Industrial District, Balaju, 
Kathmandu, Nepal, P.O. Box: 2253
+977-01-4352986, +977-01-4352988

Bottlers Nepal (Terai) Limited, 
Gondrang, Bharatpur-9, Chitwan, 
Nepal, P.O. Box: 20
+977-056420216

Perú

Coca‑Cola Servicios de Perú, S.A.
República de Panamá 4050. Surquillo. Lima, Perú.
Sími (511) 411-4200
Attn: Maria Sol Jares

Gagnaverndarfulltrúi:
Autoridad Nacional de Protección de Datos Personales
https://www.gob.pe/anpd
Scipión Llona 350 Miraflores - Lima - Perú
protegetusdatos@minjus.gob.pe

Filippseyjar
Coca‑Cola Far East Ltd. (Philippines Regional Operating Headquarters)
24th Floor, Six/NEO Bldg., 5th Ave cor. 26th Street, Bonifacio Global City, Taguig

The Coca‑Cola Export Corporation (Philippines Branch)
24th Floor Net Lima
Building 5th Avenue corner 26th Street Bonifacio Global City Taguig, Manila, 1634 Philippines

Sri Lanka
Coca‑Cola Beverages Sri Lanka Limited
B214, Biyagama Road, Colombo, Sri Lanka

Úkraína 
Coca‑Cola Ukraine Limited LLC
139 Velyka Vasylkivska Street, 13 floor
Velyka Vasylkivska Kyiv, 03150
Úkraína 

Víetnam
Coca‑Cola Southeast Asia, Inc.
235 Dong Khoi Street, District 1, Ho Chi Minh City