Skilmálar og Skilyrði: Coca‑Cola EM leikur

1. Kynningaraðili: Þessi Coca‑Cola EM leikur („Leikurinn“) er skipulagður af Coca‑Cola Europacific Partners Ísland („Kynningaraðili“).  
 
2. Hverjir mega taka þátt: Leikurinn er eingöngu​ opinn þeim sem eru með skráð lögheimilisfang á Íslandi. Allir þátttakendur verða að vera lögráða einstaklingar. Lögaðilar geta ekki takið þátt í leiknum og engin verðlaun verða veitt til lögaðila. Starfsmenn og stjórnendur lögaðila sem og starfsmenn og stjórnendur samstarfsaðila, umboðsmanna eða ráðgjafa eru ekki gjaldgengir þátttakendur í leiknum.  Sama gildir um hvern þann sem er hluti af nánustu fjölskyldu starfsmanns einhvers af ofangreindum.

 
3. Samþykki þessara skilmála og skilyrða: Með þátttöku í leiknum samþykkja þátttakendur og vinningshafar að þeir hafi lesið og skilið skilmála og skilyrði og samþykkja að vera bundin þessum skilmálum og skilyrðum sem og túlkun kynningaraðila á þeim. Ákvarðanir kynningaraðila varðandi hvers konar ágreining eru endanlegar og bindandi. Kynningaraðili áskilur sér rétt til að breyta án fyrirvara eða tilkynninga þessum skilmálum, verðlaunum og fresta eða hætta við​ leikinn, verðlaunin eða hvaða aðra þætti leiksins, af hvaða ástæðu sem kynningarðili metur sem þarfa án nokkurra bóta. Nöfn sem notuð eru til þátttöku í leiknum þurfa að samsvara nöfnum á skilríkjum og/eða vegabréfi þátttakanda. 
 
 
Leiktímabil:  
 
4. Leikurinn hefst 15. maí 2024​ og lýkur klukkan 23:59 þann 5. júní 2024 („Leiktímabil“). Innsendingar sem berast utan þess tíma verða ekki teknar gildar. Innsendingar teljast mótteknar við móttöku, ekki innsendingu.​​ Ókláraðar, ónákvæmar, óskýrar, gallaðar eða óskiljanlegar innsendingar verða ekki taldar gjaldgengar og þar með ógildar til þátttöku. Sigurvegarar verða tilkynntir 15. júní 2024. 
 
Lýsing á verðlaunum:

5. Þátttakendur eiga möguleika á að vinna ferð fyrir 2 til Þýskalands á leik Albaníu og Spánar á EM þann 24. júní 2024. Innifalið í vinningum er flug, gisting og miðar á leikinn. Heildarfjöldi vinninga eru 4 ferðir fyrir 2. Hver þátttakandi getur aðeins unnið 1 vinning/ferð. 

6. Kynningaraðili tryggir ekki vinning komi til forfalla eða annarra atvika sem orsaka að vinningshafi komist ekki í ferð. Ekki er hægt að skipta vinningi fyrir andvirði sitt í peningum eða öðru. Komist vinningshafi ekki í ferð er það á ábyrgð vinningshafa. Þurfi að færa flug eða gera breytingar á ferðatilhögun vinningshafa er það á eigin ábyrgð vinningshafa.

7. Ef af lagalegum eða öðrum ástæðum vinningshafi getur ekki veitt verðlaunum viðtöku verður þátttakan dæmd ógild og nýr vinningshafi dreginn út. 
 
Virkni leiks:

8. Til að taka þátt þarf viðkomandi að fylla út alla reiti á þátttökusíðu með sínum upplýsingum og senda inn. 

9. Leyfilegt er að senda inn eins marga þátttökuseðla og þátttakanda hugnast en einungis er hægt að senda inn eina gilda þátttöku á sólarhring.

 

Útdráttur:  
10. Dregið verður af handahófi úr öllum gildum innsendingum og eingöngu haft samband við vinningshafa innan 5 daga frá lokum leiktímabils.  
 
11. Þegar vinningshafa hefur verið tilkynnt um vinning í leiknum hefur viðkomandi 5 daga til að svara áður en vinningur verður dæmdur ógildur og nýr vinningshafi verður dreginn út. 
 
12. Persónuvernd gagna: Öll vinnsla persónulegra gagna og upplýsinga í leiknum er í samræmi við persónuverndarstefnu CCEP. Hana má nálgast á vefsíðu okkar www.ccep.is